User:Steinninn/Kort af sveitarfélögum

From Wikimedia Commons, the free media repository
Jump to navigation Jump to search

Nokkur orð um landakort af sveitafélögum sem ég bjó til árið 2023. Í nóvember datt mér í hug að búa til kort af öllum sveitarfélögum á Íslandi upp úr gögnum Landmælinga Íslands því ég vissi að þau voru öll gefin út skv. Creative Commons 4.0. Ég kenndi sjálfum mér á QGIS með nokkrum YouTube myndböndum. Þetta endaði auðvitað með því að vera miklu meiri vinna en mig grunaði og ég þurfti að endurtaka sumt sem ég hafði gert því ég fann villu eða var ekki ánægður með útkomuna. Ég reyndi að notast við staðlað útlit og liti en gerði breytingar þegar mér fannst þörf á. Tvennt sem ég er óánægður með. Í fyrsta lagi þá eru jöklarnir gegnsægir og af einhverjum ástæðum eru þeir stundum "tvöfaldir" og þá dekkri. Ég kunni ekki að eyða því út Borgarhafnarhreppur.png. Hitt er að ég náði ekki að vista skrárnar í svg. Ég bjó til kennslumyndband þar sem ég sýni hvernig ég bjó til þessi kort með von um að aðrir geti lagað mistök og búið til kort af sveitarfélögum sem munu myndast í framtíðinni. Samhliða því þá setti ég .qgz skrá og aðrar nauðsinlegar skrár inn á Google Drive möppu svo aðrir þurfi ekki að byrja alveg frá grunni. (Mesta vinnan fór í að búa til qgz skránna). Ég vil líka nota tækifærið og benda á að ég fann töluvert af mistökum í upplýsingum frá Landmælingum Íslands. Ég sendi póst með þessum leiðréttingum og þau voru mjög þakklát fyrir það. En það olli mér töluverðum vonbrigðum að þau neytuðu að leiðrétta hluta af þeim mistökum sem ég tilkynnti. Þau sögðu að þau hefðu tekið þá ákvörðun að leiðrétta ekki fleka á fyrrverandi sveitafélögum. Til dæmis nær Garðabær og Hafnarfjörður yfir sameiginlegt land á árunum 1909-2012. Það eru nokkur svoleiðis dæmi sem þið munuð ekki reka ykkur á nema að eyða mörgum klukkutímum við að vinna í þessu skjali, en þau eru til staðar. Ef ég nenni þá mun ég ef til vill skrifa þau sem ég hef fundið upp. En þetta sýnir mér að jafnvel upplýsingar frá opinberum aðila geta verið vitlausar og því gætu vel leynst villur í þeim kortum sem ég bjó til. Að lokum vil ég segja að ég hafði mjög gaman af því að vinna þessi kort og vona að þau muni gagnast sem flestum.

Eysteinn Guðni Guðnason